Díana Dögg Magnúsdóttir ((Beate Oma Dahle / NTB / AFP) / Norway OUT / NORWAY OUT
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu og þá sérstaklega Íslendingarnir okkar erlendis. Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark í níu marka sigri Kristianstad á Ystads í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum sænska bikarsins. Ystads vann fyrri leikinn með einu marki svo Berta Rut er komin áfram í undanúrslit. Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann Göppingen á útivelli í kvöld 33-23, eftir að hafa aðeins verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þetta var sjöundi sigur liðsins í röð sem er á toppi deildarinnar. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk. Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk og Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði eitt.Erlendar fréttir: Laugardaginn 1.nóvember:
21:15: Berta Rut skoraði eitt mark
21:00: Sigur hjá Íslendingunum í Blomberg-Lippe

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.