Aron Daði framlengir við KA
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Daði Stefánsson (

Aron Daði Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. KA greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Aron gerir samning við KA út tímabilið 2026/2027.

,,Þetta eru afar jákvæðar fréttir en Aron er gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur verið brjóta sér leið inn í meistaraflokkslið KA undanfarin ár," segir í tilkynningu félagsins.

Aron Daði sem er fæddur árið 2007 var níu sinnum í hóp með KA í Olís-deildinni á síðasta tímabili án þess að skora mark.

,,Við erum einstaklega ánægðir að Aron hafi skrifað undir framlengingu á samning sínum við KA. Hann er flinkur leikmaður sem á eftir að verða enn betri, alvöru KA-maður. Það er unnið gott starf í yngriflokkunum hjá okkur og hlökkum við til að gefa honum tækifæri á gólfinu í vetur til að springa út í gula búningnum," segir Andri Snær Stefánsson nýráðinn, þjálfari KA.

KA endaði í 9.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Þjálfarabreytingar hafa orðið á liðinu en Andri Snær Stefánsson hefur tekið við liðinu af Halldóri Stefáni Haraldssyni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 13
Scroll to Top