wFram
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður bikarmeistara Hauka, er hætt að leika með íslenska landsliðinu. Þetta staðfesti Rut í samtali við mbl.is nú rétt í þessu. Rut er samningsbundin Haukum út næsta tímabil, til sumarsins 2026. Sagði Rut jafnframt að hún muni standa við þann samning og spila áfram með félagsliði sínu. Rut, sem er 34 ára gömul örvhent skytta gekk í raðir Hauka frá KA/Þór fyrir síðustu leiktíð og var burðarás í liði Hauka á síðasta tímabili. Rut er einn leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins en hún lék alls 124 landsleiki og skoraði í þeim 249 mörk. Rut hefur farið á alls fjögur stórmót með íslenska landsliðinu, síðast á EM 2024 í Innsbruck í Austurríki.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.