Aníta Björk í Stjörnuna frá FH

Aníta Björk Valgarðsdóttir

Leikstjórnandinn, Aníta Björk Valgarðsdóttir hefur gengið í raðir Stjörnunar frá FH. Þetta tilkynnti Stjarnan á heimasíðu sinni nú rétt í þessu. Aníta skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna.

Aníta hefur leikið með FH í Grill66-deildinni síðustu þrjú tímabil en erfið meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá henni.

„Aníta er mjög spennandi leikmaður sem við erum að fá til okkar, sterk í stöðunni einn á einn og með með góða yfirsýn sem miðjumaður. Aníta er góð viðbót við okkar lið, ánægjulegt að fá Eyjakonu til okkar því leikmenn sem koma þaðan gefa alltaf 100% í leikinn, það kann ég vel að meta,“ segir Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í tilkynningu félagsins.

Aníta er uppalin í Vestmannaeyjum og spilaði fyrir ÍBV upp alla yngri flokkana, áður en hún flutti sig um set árið 2022. Hún er fædd árið 2002 og var í yngri landsliðum Íslands, auk þess að leika fyrir ÍBV bæði í Olísdeildinni og í Evrópubikarkeppninni á tímabilið 2021 – 2022.

Stjarnan endaði í 7.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð en hafði betur í umspilinu gegn Víkingi og Aftureldingu og hélt því sæti sínu í Olís-deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top