Natasja Hammer í Stjörnuna frá Færeyjum

Natasja Hammer

Enn og aftur tilkynnir Stjarnan nýjan leikmann í kvennaliði félagsins en liðið hefur tilkynnt þrjá nýja leikmenn síðustu daga og nú bætist við Færeyingurinn Natasja Hammer. Natasja skrifar undir tveggja ára samning við Stjörnuna.

Natasja er 22 ára og getur spilað flestar stöður fyrir utan. Hún þekkir Olís-deildina vel þar sem hún lék með Haukum tvö tímabil árin 2021 til 2023. Áður en hún kom til Hauka lék hún með Kyndli í færeysku deildinni en síðustu tvö tímabil hefur hún leikið með StÍF og Kyndli.

Á tímabilinu með Stíf var hún meðal annars í úrvalsliði deildarinnar í Færeyjum. Natasja hefur spilað með öllum yngri landsliðum Færeyja og á leiki með A landsliði Færeyja.

,,Ég er mjög ánægður að fá Natösju til okkar í Stjörnuna. Hún er frábær íþróttamáður sem á eftir að styrkja lið okkar mikið. Hún er með góða yfirsýn, sterk 1/1 og getur spilað allar stöður fyrir utan,” sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í fréttatilkynningu félagsins.

Natasja Hammer er fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í sumar. Áður höfðu þær Margrét Einarsdóttir og Sara Katrín Gunnarsdóttir komið frá Haukum, Aníta Björk Valgarðsdóttir frá FH og Rakel Guðjónsdóttir frá Selfossi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top