Sigurdís Sjöfn Freysdóttir (Afturelding)
Afturelding tilkynnti í kvöld þrjá nýja leikmenn sem hafa gengið í raðir kvennalið félagsins. Afturelding er stórhuga fyrir komandi tímabil í Grill66-deildinni en liðið tapaði í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni gegn Stjörnunni í vor. Leikmennirnir sem umræðir eru þær Arna Sól Orradóttir, línumaður sem kemur til Aftureldingu frá Berserkjum. Markvörðurinn, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir og Karen Hrund Logadóttir skytta, sem báðar koma í Mosfellsbæinn frá FH. Karen Hrund lék 15 leiki með FH í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 21 mark. Arna Sól lék 16 leiki með liði Berserkja í sömu deild og skoraði alls 33 mörk. ,,Við hlökkum gríðarlega til þess að sjá þær í Aftureldingar treyjunni næstu tímabil. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í Pizzabæ," segir í tilkynningunni frá Aftureldingu. Karen Hrund Logadóttir Arna Sól Orradóttir
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.