Afturelding fær til sín þrjá leikmenn
(Afturelding)

Sigurdís Sjöfn Freysdóttir (Afturelding)

Afturelding tilkynnti í kvöld þrjá nýja leikmenn sem hafa gengið í raðir kvennalið félagsins. Afturelding er stórhuga fyrir komandi tímabil í Grill66-deildinni en liðið tapaði í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni gegn Stjörnunni í vor.

Leikmennirnir sem umræðir eru þær Arna Sól Orradóttir, línumaður sem kemur til Aftureldingu frá Berserkjum. Markvörðurinn, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir og Karen Hrund Logadóttir skytta, sem báðar koma í Mosfellsbæinn frá FH. Karen Hrund lék 15 leiki með FH í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 21 mark.

Arna Sól lék 16 leiki með liði Berserkja í sömu deild og skoraði alls 33 mörk.

,,Við hlökkum gríðarlega til þess að sjá þær í Aftureldingar treyjunni næstu tímabil. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar í Pizzabæ," segir í tilkynningunni frá Aftureldingu.

Karen Hrund Logadóttir

Arna Sól Orradóttir

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top