Þrjú karlalið taka þátt í Evrópukeppnum
(Kristinn Steinn Traustason)

Fram tekur þátt í Evrópudeildinni (Kristinn Steinn Traustason)

Þrjú íslensk karla lið taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili. Þetta segir í tilkynningu frá HSÍ en lokafrestur til skráningar fyrir Evrópukeppnir félagsliða fyrir tímabilið 2025/2026 lauk um miðnætti.

Líkt og á síðasta ári fá Íslandsmeistarar karla þátttökurétt í Evrópudeildinni auk sigurvegara bikarkeppninnar. Þar sem Fram eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar var það silfurlið Stjörnunnar í Powerade-bikarnum sem fengu þátttökurétt í Evrópudeildinni. Bæði lið hafa staðfest að þau ætli sér að taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Fram fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en ekki er tekið fram í tilkynningu HSÍ hvort Stjarnan fari beint í riðlakeppnina eða í forkeppni fyrir riðlakeppnina líkt og karlalið Vals gerði í fyrra og vann sér þannig inn sæti í riðlakeppninni.

Þá hafa deildarmeistarar FH í Olís-deild karla skráð sig til leiks í Evrópubikar karla, FH-ingar tóku þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð og hafa verið reglulegir þátttakendur í Evrópukeppnum síðustu tímabil.

,,HSÍ óskar þessum liðum til hamingju með sætin sín og minnir á mikilvægi Evrópukeppninnar fyrir íslenskan handbolta," segir í tilkynningunni frá HSÍ.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top