Gidsel Reistad (EHF)
Örvhenta skyttan, Mathias Gidsel leikmaður Fuchse Berlínar og miðjumaðurinn Henny Reistad leikmaður Esbjerg eru handknattleiksfólk ársins 2025 að mati Handknattleikssbamands Evrópu, EHF. Emil Nielsen og Stine Oftedal fengu þessa nafnbót á síðasta tímabili. Spánverjinn, Ian Barrufet sem lék á láni með Melsungen í vetur og Svissverjinn, Mia Emmengger leikmaður Esbjerg líkt og Henny Reistad voru valin efnilegustu leikmenn Evrópu. Mathias Gidsel fór á kostum með liði Fuchse Berlín í vetur sem urðu Þýskalandsmeistarar i fyrsta skipti í sögunni og fóru alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Magdeburg. Gidsel var valinn MVP á HM 2025 þar sem hann var einnig markahæsti leikmaður mótsins með 74 mörk. Hann var einnig með flestar stoðsendingar á HM. Þá var Gidsel einnig valinn MVP í þýsku Bundesligunni. Gidsel var valinn besti leikmaður heims af IHF fyrir árið 2024, í annað sinn. Gidsel skoraði 135 mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu, þar af níu mörk í úrslitahelginni þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald snemma leiks í undanúrslitaleiknum. Henny Reistad var næstmarkahæsti leikmaðurinn á EM 2024 þegar Noregur vann gullið, þá var hún með flestar stoðsendingar á mótinu og var valin í úrvalslið mótsins. Í Meistaradeild Evrópu var Reistad markahæsti leikmaður keppninnar með 154 mörk fyrir Esbjerg og en hún skoraði alls 15 mörk í úrslitahelginni sjálfri. Er hún markahæsti leikmaður í sögu úrslitahelgarinnar með alls 94 mörk. Að auki endurheimti Reistad titilinn sem besti handboltamaður heims hjá IHF á síðasta ári.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.