Amalie Fröland ((ÍBV handbolti)
Kvennalið ÍBV í Olís-deildinni hefur fengið til sín markvörð fyrir komandi tímabil. Um er að ræða hina 27 ára gömlu, Amalie Frøland. Þetta tilkynnti ÍBV á samfélagsmiðlum sínum í dag. ,,Við hjá ÍBV handbolta erum stolt að kynna til leiks norska markvörðinn Amalie Frøland, sem hefur skrifað undir samning við félagið. Við hlökkum til að sjá Amalie verja mark ÍBV í komandi átökum Olís-deildar," segir í tilkynningunni frá ÍBV. Amalie kemur til ÍBV frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2023. Á ferlinum hefur hún spilað með Sola HK og Hinna Håndball í Noregi og býr yfir mikilli reynslu úr efstu deildum beggja landa. Það er verðugt verkefni fyrir Amalie að fylla það skarð sem Marta Wawrzynkowska skilur eftir sig í liði ÍBV en Marta hefur verið einn besti markvörður Olís-deildar kvenna síðustu ár.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.