Talant Dujshebaev Alex Dujshebaev (Anke Waelischmiller/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
,,Fjölskyldan klofnar en hann verður áfram hjá stórfélaginu" er fyrirsögnin hjá dönsku handboltavefsíðunni HBold er hún fjallar um Talant Dujshebaev þjálfara pólska stórliðsins Kielce. Í síðasta mánuði var greint frá því að báðir synir hans, Daniel og Alex Dujshebaev yfirgefi Industria Kielce á næsta ári. Talant Dujshebaev þvertekur fyrir það að hann yfirgefi félagið á sama tíma og segist ekki hafa neina áætlun að fylgja sonunum - ekki í bili í það minnsta. Eftir meira en tíu ár við stjórnvölinn hjá pólska stórfélaginu Industria Kielce er Talant Dujshebaev orðinn stóri hluti af sögu félagsins. Talant var spurður að því hvort hann myndi yfirgefa félagið á sama tíma og synir hans yfirgefa félagið næsta sumar en svarið var einfalt. ,,Nei." í samtali við vefsíðuna Handball-World. „Fjölskylduaðstæður okkar hafa ekkert með íþróttir að gera. Vinna og einkalíf eru haldið aðskilin.“ Kielce tapaði í úrslitaeinvíginu í heimalandinu gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum í Wisla Plock annað árið í röð.
sagði Talant Dujshebaev sem er orðinn 57 ára gamall og er með samning við Kielce til ársins 2027.
„Við vitum öll hvernig þetta virkar í íþróttum: Þú skrifar undir samning til 20 ára í dag, en ef úrslitin eru ekki fyrir hendi á morgun, þá getur gagnrýnin fljótt komið,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki meint neikvætt. Þannig er leikurinn og það er alveg í lagi. Ég er með samning og hlakka til nýja tímabilsins,“ sagði Talant sem á tvö ár eftir af samningi sínum en skilur það að ef hann nær ekki árangri gæti dvöl hans hjá Kielce orðið styttri.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.