Daniel Vieira farinn frá ÍBV

Daniel Vieira

Örvhenta, portúgalska skyttan Daniel Vieira sem leikið hefur með ÍBV síðustu tvö tímabil hefur samið við franska B-deildarliðið Saran fyrir næstu leiktíð. Daniel hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili í það minnsta.

Daniel sem er fæddur árið 2000 gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2023/2024 frá portúgalska liðinu Avanca. Hjá ÍBV var Daniel lykilmaður bæði varnar- og sóknarlega.

Á síðustu leiktíð skoraði Daniel tæplega fimm mörk að meðaltali í leik fyrir ÍBV en á sínu fyrsta tímabili skoraði hann tæplega fjögur mörk að meðaltali í leik.

ÍBV fór alla leið í undanúrslit Poweradebikarsins á síðustu leiktíð en endaði í 6.sæti Olís-deildarinnar og tapaði í 8-liða úrslitum gegn Aftureldingu 2-0.

Þjálfarabreytingar hafa orðið á liði Eyjamanna fyrir næsta tímabil en Erlingur Richardsson tók aftur við liði ÍBV af Magnúsi Stefánssyni sem þjálfað hafði liðið í tvö ár.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top