Jonas Maier (Eyjólfur Garðarsson)
Þýski markvörðurinn, Jonas Maier hefur yfirgefið Hörð og leikur ekki með liðinu á komandi tímabili eftir eins og hálfs árs veru á Ísafirði. Jonas Maier samdi við Hörð í desember árið 2023 og var því að ljúka sínu öðru tímabili með Herði. Hann á yfir 100 leiki að baki í þýsku úrvalsdeildinni og átti eitt ár eftir af samningi sínum við Ísafjarðarliðið en Félagaskipti Jonasar í Hörð vöktu mikla athygli hér heima og erlendis. Hann hóf ferilinn hjá Rhein-Neckar Löwen árið 2012, færði sig svo til svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen árið 2013. Hann sneri aftur heim til Þýskalands árið 2015 og gekk til liðs við Lemgo. Jonas átti frábært tímabil með Herði er hann kom en frammistaða hans á þessu tímabili var ekki eins glimrandi. Miklar væntingar voru gerðar til hans fyrir tímabilið og þónokkur félög í Olís-deildinni voru með augastað á Jonasi. Samkvæmt heimildum Handkastsins hafði KA áhuga að reyna fá Jonas til sín í sumar en ekkert varð úr því.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.