Reynir Þór Stefánsson (Kristinn Steinn Traustason)
Reynir Þór Stefánsson er á leið í atvinnumennsku eftir að hafa slegið í gegn með Fram. Reynir varð Íslands- og bikarmeistari með Fram á síðustu leiktíð og lék sinn fyrsta landsleik. Reynir Þór er á leiðinni til þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen. Reynir Þór sýnir á sér bakhliðina í dag. Fullt nafn: Reynir Þór Stefánsson Gælunafn: Er ekki með neitt sérstakt Aldur: 19 Hjúskaparstaða: Föstu Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2021 á móti ÍBV Uppáhalds drykkur: Appelsínudjús Uppáhalds matsölustaður: Subway Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football Uppáhalds samfélagsmiðill: Er mikið á Tik tok Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Hans Lindberg Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Minnka kostnaðinn á yngri landsliðin Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 4 tíma á dag Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr og Hjörvar Hafliða Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Já ég veit Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Petar Cikusa og Óli Mittun eru mjög góðir Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Einar og Halli hafa hjálpað mér mikið svo var geggjað að hafa Reyni Stef í yngri flokkum Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ætli það sé ekki Skarpi Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Aron Pálma og Snorri Steinn Helsta afrek á ferlinum: Verða Íslandsmeistari og bikarmeistari með Fram og spila minn fyrsta A landsleik Mestu vonbrigðin: Þegar við töpuðum 2-0 á móti aftureldingu 2022-2023 tímabilið Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Skarphéðinn Ívar Einarsson Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Dagur Árni Heimisson og Alfa Brá Hagalín Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Nikola Karabatic Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Banna jafntefli fara í vítakeppni ef það er jafnt Þín skoðun á 7 á 6: Óþolandi að spila á móti og leiðinlegt að horfa á. En gott að nota þetta þegar það hjálpar þínu liði. Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Þegar ég var að horfa á pabba spila handbolta, bumbubolta. Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Mizuno Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ég tæki Rúnar Kára og Tryggva þeir eru handlagnir og myndu sjá um að smíða hús og bát þeir gætu líka veitt okkur til matar. Síðan fengi Alfa að koma með uppá stemmninguna og félagsskapinn. Hvaða lag kemur þér í gírinn: Run This town Rútína á leikdegi: Fæ mér alltaf Subway í hádeginu Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Myndi senda Eið í Love Island væri gaman að sjá hann þar, hann myndi rústa því Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er markavél í fótbolta Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kom mér á óvart að Maggi er lélegur í fótbolta Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Ronaldo hvernig hann getur ennþá verið að raða inn mörkum 40 ára gamall Eldri bakhliðar:
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.