Óli Brim hefur yfirgefið Hörð

Ólafur Brim Stefánsson

Ólafur Brim Stefánsson mun ekki leika með Herði í Grill66-deildinni þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir samningi. Þetta herma heimildir Handkastsins.

Ólafur Brim sem er uppalinn í Val hefur áður leikið með Gróttu og Fram í Olís-deildinni áður en hann fór til Kúvait og lék þar eitt tímabil. Hann gekk síðan óvænt í raðir Harðar í Grill66-deildinni eftir að tímabilið hafi verið farið af stað á síðasta tímabili.

Með Herði skoraði Óli Brim, 37 mörk í 10 deildarleikjum í Grill66-deildinni auk þess sem hann skoraði sextán mörk í tveimur umspilsleikjum gegn sínu gamla félagi, Gróttu. Hörður tapaði því einvígi 2-0 og leikur því áfram í Grill66-deildinni á næstu leiktíð.

Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Harðar frá síðasta tímabili auk þess sem ungverski þjálfarinn, Endre Koi verður ekki áfram með liðið.

Hörður endaði í 5.sæti Grill66-deildarinnar í fyrra.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top