Rakel Dórothea í leik með Stjörnunni (Sævar Jónsson
Handknattleikskonan Rakel Dórothea Ágústsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar. Stjarnan greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. ,,Rakel kom frá HK til Stjörnunnar fyrir tveimur árum og hefur stimplað sig vel inn, bæði sem leikmaður og sem félagi. Rakel, sem er 19 ára, er mikilvægur póstur í leikmannahóp Stjörnunnar, enda öflugur leikmaður og sannur liðsfélagi með stórt Stjörnu hjarta," segir í tilkynningu félagsins. Rakel var mikið meidd á síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossbönd en var byrjuð að spila undir lok síðasta tímabils. ,,Ánægjulegt að Rakel hafi framlengt samning. Hún var mikið frá vegna meiðsla á síðasta tímabil en með dugnaði og mikilli vinnusemi er hún að ná fyrri styrk. Öflug skytta sem á framtíðina fyrir sér í handboltanum," segir Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar Stjarnan hafnaði í 7.sæti Olís deildarinnar á síðustu leiktíð. Þær sigruðu Aftureldingu og Víking í umspili um að halda sér í deild þeirra bestu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.