Blær Hinriksson ((Raggi Óla)
Eins og Handkastið fjallaði um fyrir helgi þá bendir allt til þess að einn besti leikmaður Olís-deildarinnar síðustu tímabila, Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar leiki í erlendis á næsta tímabili. Blær hefur verið sterklega orðaður við þýska úrvalsdeildarinnar félagið, Leipzig síðustu daga og vikur en félagið hefur verið þjálfaralaust síðustu vikur. Í morgun tilkynnti félagið þó að Spánverjinn, Raul Alonso væri búinn að taka við liðinu en hann kemur frá Eurofarm Pelister í Norður-Makedóníu. Samkvæmt heimildum Handkastsins verður það fyrsta verk félagsins að ræða við nýráðinn þjálfara liðsins um að taka ákvörðun hvort Blær verði fenginn til félagsins. Blær gæti því verið kynntur sem nýr leikmaður Leipzig í vikunni. Önnur félög hafa þó sýnt Blæ mikinn áhuga og átt í viðræðum við hann. Um er að ræða þýsku úrvalsdeildarfélögin, Erlangen þar sem Viggó Kristjánsson leikur en Andri Már Rúnarsson núverandi leikmaður Leipzig hefur einnig verið sterklega orðaður við Erlangen. Þá hefur Eisenach einnig verið orðað við Blæ. Eins hefur sænska úrvalsdeildarfélagið, Karlskrona verið að taka þátt í kapphlaupinu um Blæ en minnstu líkurnar eru þó á því að Blær endi þar. Karlskrona hefur sterka Íslands tengingu því hjá félaginu leikur fyrrum landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson. Þá lék ÍR-ingurinn Dagur Sverrir Kristjánsson hjá félaginu síðustu tvö tímabil.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.