EM kvenna 19 ára hefst á morgun
(Baldur Þorgilsson)

Arna Karítas Eiríksdóttir ((Baldur Þorgilsson)

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri er mætt til Podgorcia í Svartfjallalandi. Evrópumót 19 ára kvenna hefst þar í fyrramálið. Ísland hefur leik í fyrramálið er þær mæta sterku liði Danmerkur klukkan 10:00 að íslenskum tíma.

Ísland er á meðal 24 þjóða á mótinu en Ísland leikur í B-riðli með Danmörku, gestgjöfum Svartfjallalands og Litháen. Tvö lið komast áfram í milliriðla 12 efstu liða og þangað stefnir íslenska liðið.

Þjálfarar íslenska landsliðið eru þeir Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari karlalið Vals og Árni Stefán Guðjónsson þjálfari kvennaliðs FH.

Stelpurnar hafa búið sig undir mótið síðustu vikur. Lék liðið til að mynda tvo æfingaleiki gegn Færeyjum í Færeyjum í byrjun júní og hafði betur í báðum viðureignum.

Þetta er þriðja stórmótið sem þetta lið fer á. Ísland endaði í 15.sæti á EM U17 2023 og í 25.sæti á HM U18 2024 í Kína.

Ísland mætir Danmörku í fyrramálið klukkan 10:00 á íslenskum tíma. Danmörk endaði í 2. sæti á síðustu tveimur stórmótum, EM og HM. Það má því búast við erfiðum leik í fyrramálið.

Litháen tóku ekki þátt í A-keppni á EM og komust ekki í lokamótið á HM. Svartfjallaland endaði á EM 2023 í 15. sæti og á HM 2024, í 11. sæti.

Markmenn:
Elísabet Millý Elíasardóttir, Valur.
Ingunn María Brynjarsdóttir, ÍR.

Aðrir leikmenn:
Ágústa Rún Jónasdóttir, Valur.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Valur.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Valur.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Valur.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, ÍR.
Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Fjölnir.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Stjarnan.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Valur.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Hulda Hrönn Bragadóttir, Selfoss.
Sara Lind Fróðadóttir, Valur.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukar.

Starfsfólk:
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari.
Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markmannsþjálfari.
Þorvaldur Skúli Pálsson, sjúkraþjálfari.
Guðríður Guðjónsdóttir, farar- og liðsstjóri.

Leikjadagskrá í riðlinum:
9. júlí Ísland – Danmörk kl.10.
10. júlí Ísland – Litháen kl.10.
12. júlí Ísland – Svartfjallaland kl.15.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top