Haukar sitja hjá í 1.umferð en ekki Selfoss
Eyjólfur Garðarsson)

Selfoss tekur þátt í Evrópubikarnum (Eyjólfur Garðarsson)

Tvö íslensk kvennalið taka þátt í Evrópubikarnum á komandi tímabili. Haukar og Selfoss skráðu lið sín til keppnis en Fram og ÍR afþökkuðu sæti sín í keppninni.

Evrópska handknattleikssambandið, EHF gaf út lista hvaða 57 félög taka þátt í Evrópubikarnum. Sjö lið sitja hjá í 1.umferðinni en þar á meðal eru bikarmeistarar Hauka sem mæta því til leiks beint í 32-liða úrslitum keppninnar. Selfoss mætir hinsvegar til leiks í 1.umferðinni ásamt 50 öðrum félögum.

1.umferðin fer fram helgarnar 27.-28. september og 4.-5.október en dregið verður í 1. umferðina 15.júlí. Það mun síðan koma í ljós 7.október hverjum Haukar mæta í 2.umferðinni.

Selfoss verður í efri styrkleika flokki í 1.umferðinni og þá er ljóst að bikarmeistarar Hauka verða í efri styrkleikaflokki í 2.umferðinni.

Kvennalið Vals er ríkjandi Evrópubikarmeistarar en Haukar fóru alla leið í 8-liða úrslit keppninnar í fyrra. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig íslensku liðunum mun ganga á næstu leiktíð.

Hægt er að sjá þátttökulið Evrópubikars kvenna tímabilið 2025/2026 hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top