Katla María á leið til Danmerkur
(Eyjólfur Garðarsson)

Katla María er á leið til Danmerkur ((Eyjólfur Garðarsson)

Allt bendir til þess að vinstri skytta Selfoss og íslenska landsliðsins, Katla María Magnúsdóttir yfirgefi Selfyssinga í sumar og spili í Danmörku á næsta tímabili. Þetta staðfesti Katla María í samtali við Handkastið.

Kærasti Kötlu Maríu, Jóhannes Berg Andrason gekk í raðir Tvis Holstebro frá FH í sumar og er fluttur til Danmerkur. Katla María stefnir á að flytja með Jóhannesi og spila í Danmörku ásamt Jóhannesi.

,,Þetta skýrist allt á næstu dögum. Það eru 2-3 lið inn í myndinni og við erum að vinna í þessu," sagði Katla María í samtali við Handkastið.

Það yrði mikið áfall fyrir Selfoss að missa Kötlu sem hefur verið þeirra lykilmaður síðustu tímabil en Katla verður 24 ára síðar á árinu. Katla skoraði 104 mörk í 23 leikjum fyrir Selfoss í deild og úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en Selfoss tapaði í 6-liða úrslitum gegn ÍR í oddaleik.

Katla var í íslenska landsliðinu á HM 2023 en meiddist illa á ökkla í leik með Selfossi gegn Stjörnunni í undanúrslitum Powerade-bikarsins í mars 2024 og var lengi frá.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top