Kiel ((CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þýska úrvalsdeildin eða Bundesligan eins og hún nú oftast kölluð sýndi mátt sinn í Evrópukeppnunum á nýafstöðnu tímabili. Tvö þýsk lið léku til úrslita í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg hafði betur gegn Fuchse Berlín. Í undanúrslitum Evrópudeildarinnar voru þrjú þýsk lið auk Montpellier. Flensburg stóð uppi sem sigurvegarar á meðan Kiel vann Melsungen í leiknum um 3.sætið. Frá árinu 2011 hafa sigurvegarar í Evrópudeildinni einungis komið frá Þýskalandi að undanskildum tveimur tímabilum þegar Pick Szeged (2014) og Benfica (2022) unnu keppnina. Danski þjálfarinn, Nicolej Krickau, fyrrum þjálfari SG Flensburg-Handewitt var til viðtals við Handball-World. „Gæðin í þýsku deildinni eru algjörlega ótrúleg eins og er,“ sagði Krickau sem segir að gengi þýsku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár lýsi því ágætlega hversu sterk deildin sé. Í síðustu tveimur tímabilum hafa tvö þýsk lið komist í undanúrslitahelgina í Meistaradeildinni, Final4. Krickau nefnir þó að það sé mikilvægt að samkeppnin sé víða í alþjóðlegum handbolta. „Það segir allt um gæðin sem við höfum nú í Þýskalandi. Fyrir handbolta heimsins þurfum við augljóslega líka að samkeppnin verði enn sterkari með tímanum. En í grundvallaratriðum eru næstum því allir bestu leikmenn í heimi að spila í Þýskalandi núna. Það er bara að óska HBL til hamingju“ sagði Krickau að lokum en HBL stendur fyrir Handball BundesLiga.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.