Krickau: Gæðin í þýsku deildinni er ótrúleg
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kiel ((CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þýska úrvalsdeildin eða Bundesligan eins og hún nú oftast kölluð sýndi mátt sinn í Evrópukeppnunum á nýafstöðnu tímabili. Tvö þýsk lið léku til úrslita í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg hafði betur gegn Fuchse Berlín.

Í undanúrslitum Evrópudeildarinnar voru þrjú þýsk lið auk Montpellier. Flensburg stóð uppi sem sigurvegarar á meðan Kiel vann Melsungen í leiknum um 3.sætið.

Frá árinu 2011 hafa sigurvegarar í Evrópudeildinni einungis komið frá Þýskalandi að undanskildum tveimur tímabilum þegar Pick Szeged (2014) og Benfica (2022) unnu keppnina.

Danski þjálfarinn, Nicolej Krickau, fyrrum þjálfari SG Flensburg-Handewitt var til viðtals við Handball-World.

„Gæðin í þýsku deildinni eru algjörlega ótrúleg eins og er,“ sagði Krickau sem segir að gengi þýsku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár lýsi því ágætlega hversu sterk deildin sé.

Í síðustu tveimur tímabilum hafa tvö þýsk lið komist í undanúrslitahelgina í Meistaradeildinni, Final4. Krickau nefnir þó að það sé mikilvægt að samkeppnin sé víða í alþjóðlegum handbolta.

„Það segir allt um gæðin sem við höfum nú í Þýskalandi. Fyrir handbolta heimsins þurfum við augljóslega líka að samkeppnin verði enn sterkari með tímanum. En í grundvallaratriðum eru næstum því allir bestu leikmenn í heimi að spila í Þýskalandi núna. Það er bara að óska ​​HBL til hamingju“ sagði Krickau að lokum en HBL stendur fyrir Handball BundesLiga.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top