Stelpurnar hefja leik í fyrramálið. ((Jóhann Ingi Guðmundsson)
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætir Danmörku í fyrsta leik sínum á EM U19 í fyrramálið en mótið fer fram í Svartfjallalandi. Ísland hefur leik gegn sterku liði Danmerkur klukkan 10:00 að íslenskum tíma. ,,Staðan á hópnum er góð. Það eru allir leikmenn klárir í þetta og stelpurnar eru spenntar að byrja," sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari liðsins í samtali við Handkastið. Ágúst Þór stýrir liðinu ásamt Árna Stefáni Guðjónssyni en þeir hafa unnið lengi saman með yngri landslið Íslands. Ágúst segir að undirbúningurinn fyrir leikinn á morgun og mótið í heild sinni hafi verið góður. Ísland er á meðal 24 þjóða á mótinu en Ísland leikur í B-riðli með Danmörku, Litháen og heimakonum í Svartfjallalandi. ,,Við erum í gríðarlega sterkum riðli. Danirnir hafa fengið siflur á síðustu tveimur stórmótum í þessum árgangi. Litháen er óskrifað blað á sínu fyrsta stórmóti og Svartfjallaland eru sterkar og að auki á heimavelli," sagði Ágúst sem segir að liðið sé búið að setja sér markmið fyrir mótið. ,,Okkur langar á HM á næsta ári og til þess þurfum við að ná góðum árangri á þessu móti. Markmiðið er því að tryggja okkur í það sæti sem gefur okkur þátttökurétt á HM næsta sumar," sagði Ágúst að lokum í samtali við Handkastið en 16 bestu þjóðirnar á EM tryggja sér sæti á HM á næsta ári. Þetta er þriðja stórmótið sem þetta lið fer á. Ísland endaði í 15.sæti á EM U17 2023 og í 25.sæti á HM U18 2024 í Kína. Markmenn: Myndir frá deginum í dag þar sem liðið tók loka undirbúning fyrir leikinn á morgun:
Elísabet Millý Elíasardóttir, Valur.
Ingunn María Brynjarsdóttir, ÍR.
Aðrir leikmenn:
Ágústa Rún Jónasdóttir, Valur.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Valur.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Valur.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Valur.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, ÍR.
Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Fjölnir.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Stjarnan.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Valur.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Hulda Hrönn Bragadóttir, Selfoss.
Sara Lind Fróðadóttir, Valur.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukar.
Starfsfólk:
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari.
Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markmannsþjálfari.
Þorvaldur Skúli Pálsson, sjúkraþjálfari.
Guðríður Guðjónsdóttir, farar- og liðsstjóri.
Leikjadagskrá í riðlinum:
9. júlí Ísland – Danmörk kl.10.
10. júlí Ísland – Litháen kl.10.
12. júlí Ísland – Svartfjallaland kl.15.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.