Erlendu leikmenn Stjörnunnar yfirgefa liðið

Julia Lönnborg (

Þeir tveir erlendu leikmenn sem léku með kvennaliði Stjörnunnar í Olís-deild kvenna á síðustu leiktíð hafa báðir yfirgefið liðið og leika því ekki með liðinu á komandi tímabili.

Um er að ræða finnska línumanninn, Juliu Lönnborg sem kom til Stjörnunnar síðasta sumar frá sænska liðinu Skuru og japanska markvörðinn, Aki Ueshima sem kom til Stjörnunnar einnig síðasta sumar frá Hollandi.

Stjarnan hefur nú þegar fyllt upp í skarð Aki Ueshima er félagið sótti markvörðinn, Margréti Einarsdóttur frá Haukum.

Julia Lönnborg lék einungis varnarlega hjá Stjörnunni á síðasta tímabili og stýrði þar vörn Stjörnuliðsins.

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar hefur verið duglegur að styrkja liðið fyrir komandi tímabil en fjórir aðrir leikmenn hafa leikmenn hafa gengið í raðir Stjörnunnar ásamt Margréti, þar á meðal færeyski leikmaðurinn Natasja Hammer sem lék með Haukum áður en hún skipti yfir til Færeyja á síðustu leiktíð.

Stjarnan:

Komnar:
Sara Katrín Gunnarsdóttir frá Haukum
Margrét Einarsdóttir frá Haukum
Aníta Björk Valgeirsdóttir frá FH
Rakel Guðjónsdóttir frá Selfossi
Natasja Hammer frá Kyndli í Færeyjum

Farnar:
Embla Steindórsdóttir í Hauka
Julia Lönnborg (samningslaus)
Aki Ueshima - Óvíst
Anna Karen Hansdóttir - Flutt erlendis

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top