Loftur í Stjörnuna
(Stjarnan Handbolti)

Loftur Ásmundsson (Stjarnan Handbolti)

Línumaðurinn, Loftur Ásmundsson hefur gengið í raðir Stjörnunnar frá Val. Stjarnan kynnti þessi félagaskipti á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Loftur sem er uppalinn í HK hefur leikið með yngri flokkum Vals og Val 2 í Grill66-deildinni síðustu tímabil. Loftur sem er fæddur árið 2002 skoraði 13 mörk í 14 leikjum fyrir Valur B í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð. 

,,Loftur er ungur og efnilegur leikmaður sem gefur ekki tommu eftir. Hann mun auka breiddina okkar á línunni sem og í varnarleiknum. Það er alltaf gaman að vinna með ungum og efnilegum leikmönnum og það verður spennandi að sjá Loft fá tækifæri í Olís-deildinni í vetur,” sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.

Þetta er annað sumarið í röð sem Stjarnan semur við línumann frá Val en í fyrra kom Jóel Bernburg frá Val.

Loftur er annar íslenski leikmaðurinn fæddur árið 2002 sem Stjarnan fær til sín því áður hafði Stjarnan fengið örvhenta hornamanninn, Gauta Gunnarsson frá ÍBV.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top