Olís-deild kvenna hefst 6. september á Selfossi
(Sigurður Ástgeirsson)

Selfoss fær Íslands- og deildarmeistarana í heimsókn. (Sigurður Ástgeirsson)

Keppni í Olís-deild kvenna hefst á Selfossi með leik Selfoss og Vals laugardaginn 6.september ef mótafyrirkomulagið sem HSÍ gaf út helst óbreytt. Heil umferð er sett á þann dag en stefnt er á að leikur Selfoss og Vals verði flautaður á klukkan 13:30.

Segja má að laugardagar verði handboltadagar næsta vetur og allir ættu að geta fylgst með því stjórn HSÍ tók þá ákvörðun á stjórnarfundi á dögunum að leikir í Olís-deildum karla og kvenna fari fram á fleiri en einum leiktíma.

Leikir í Olís-deild kvenna fara því fram á fjórum mismunandi leiktímum eins og mótafyrirkomulagið er sett upp í dag.

Bikarmeistarar Hauka taka á móti ÍR í 1.umferðinni og nýliðar KA/Þórs fá Stjörnuna í heimsókn.

Það verður stórleikur í 2.umferðinni þegar Íslands- og deildarmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Hauka í N1-höllinni.

1.umferð: (Laugardaginn 6.september)

13:30 Selfoss - Valur
14:00 Haukar - ÍR
15:00 ÍBV - Fram
15:30 KA/Þór - Stjarnan

2.umferð: (Laugardaginn 13.september)

13:30 KA/Þór - ÍBV
14:00 Stjarnan - ÍR
14:30 Fram - Selfoss
15:00 Valur - Haukar

Taka skal það fram að mótið er enn í vinnslu og því geta enn orðið breytingar á mótafyrirkomulaginu.

Hægt er að sjá mótafyrirkomulagið hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top