Pólskur landsliðsmaður í Víði
(Víðir handbolti)

Tymon Ponto (Víðir handbolti)

Víðir í Garði sem leikur í 2.deildinni tilkynnti í dag tvo nýja leikmenn til félagsins á samfélagsmiðlum sínum. Um er að ræða þá Kornel Dziedic og Tymon Ponto.

Tymon Ponto hóf feril sinn hjá Junak Handball Team Włocławek en lík á síðasta tímabili með KPR Zukowo í næst efstu deild í Póllandi. Þá er Ponto einnig leikmaður pólska landsliðsins í strandhandbolta.

Kornel Dziedic hefur komið víða við á ferlinum en hann hefur til að mynda leikið fyrir Siódemka Legnica, Świdnica, SMS Kwidzyn og KPR Zukowo.

,,Við bjóðum ykkur velkomin í Víðis fjölskylduna," segir í tilkynningunni frá Víði.

Víðir hefur spilað í 2.deildinni síðustu tímabil og endaði í 9.sæti deildarinnar í fyrra með 10 stig. Liðið sótti um þátttöku í Grill66-deildinni á næstkomandi tímabili en ennþá er óljóst hvort liðið hafi fengið sæti í deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top