Íslenska U19 ára landsliðið er í Svartfjallalandi. ((Jóhann Ingi Guðmundsson)
Frá árinu 2019 hefur verkefnið "Respect Your Talent" verkefni EHF staðið yfir á meðan á EM yngri landsliða er í gangi. Verkefnið snýr að því að valdir eru leikmenn úr hverju landsliði fyrir sig sem fá fyrirlestur frá núverandi stjörnum handboltans. EM U19 kvenna hófst í gær og fá útvaldir leikmenn þjóðanna sem taka þátt á mótinu fyrirlestur og fræðslu frá leikmönnum í heimsklassa. Í Svartfjallalandi verða þær Katrine Lunde, 45 ára markvörður norska landsliðsins og leikmaður Odense í Danmörku, Barbara Arenhart brasilískur landsliðsmarkvörður og leikmaður Mosonmagyaróvári í Ungverjalandi og Anna Vyakhireva, rússneskur leikmaður Brest í Frakklandi, svokallaðir sendiherrar fyrir "Respect Your Talent" verkefni EHF. Þessar þrjár stjörnur, sem saman hafa unnið allt sem hægt er er að vinna í alþjóðlegum handbolta, hvetja yfir 314 unga leikmenn sem hafa verið valdir í "Respect Your Talent" á EM U17 og EM U19 meistaramótunum í Svartfjallalandi, Georgíu og Kósóvó í sumar. Áherslan í ár verður á „leikinn í kringum leikinn“ það er, andlegur styrkur, fjölmiðlastjórnun, tvöfaldan feril, lyfjaeftirlit og öll þau svið sem sjást ekki endilega í leiknum sjálfum, en eru mikilvæg fyrir langan og heilbrigðan feril. Eins og fyrr segir var þessu verkefni hleypt af stokkunum árið 2019 og hefur síðan orðið mikilvægur hluti af þróunarstarfi EHF. Leikmenn sem valdir verða í námskeiðið fá aðgang að fjölbreyttu þjálfunarefni í gegnum app, æfingabúðir og vefnámskeið – og sendiherrarnir sjálfir kynna þetta allt saman. Auk Lunde, Arenhart og Vyakhireva eru nú þegar nöfn á borð við Ana Gros, Anja Althaus og Andrea Lekic í RYT-teyminu. ,,Markmiðið er skýrt: Að veita ungum hæfileikaríkum leikmönnum bestu mögulegu skilyrði til að ná árangri í afreksheimi handboltans – bæði innan vallar sem utan," segir á vef EHF.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.