Þórir Hergeirsson ((Liselotte Sabroe / Ritzau Scanpix / AFP)
,,Bregst harkalega við milljónareikningi handknattleikssambandsins: - Virðingarlaust" - Svona hljóðar fyrirsögn norska ríkisútvarpsins á forsíðu nrk.no í morgun. Segja má að það séu ekki allir parsáttir með kveðjupartý Þóris Hergeirssonar og Kåre Geir Lio fráfarandi formanns norska handknattleikssambandsins sem haldið var á dögunum. Báðir voru þeir að kveðja eftir norska handknattleikssambandið eftir langantíma við stjórnvölinn. Það virðist sem svo að hvergi hafi verið sparað við veisluhöldin. ,,Morten Abel skemmti á sviðinu og 250.000 norskar krónur voru eytt í áfengi," segir enn fremur í umfjöllun NRK en 250.000 norskar krónur samsvarar þremur milljónum íslenskum krónum. Í heildina eyddi norska handknattleikssambandið yfir tveimur milljónur norskra króna í veisluna eða rúmlega 24 milljónum íslenskra króna. Þórir Hergeirssson var að kveðja norska sambandið eftir 24 ára veru sem þjálfari og aðstoðarþjálfari norska kvennalandsliðsins. Átta ár sem aðstoðarþjálfari og sextán þar sem aðalþjálfari. Undir stjórn Þóris vann kvennalandsliðið ellefu gullverðlaun og í heildina voru þetta sautján verðlaun á stórmótum sem liðið vann undir stjórn Þóris. Eins og áður kom fram var einnig verið að kveðja Kåre Geir Lio sem hafði verið formaður norska sambandsins í tíu ár frá 2015 til 2025. ,,Það er í raun alveg fáránlegt að þeir leyfi sér að eyða þessum upphæðum í áfengi, partý og sjálfa sig þegar félögin þarna úti eiga í erfiðleikum með að ná endum saman," segir Oda Sjøvoll hjá Linderud Linje 5 Handball. Øyvind Indrebø, varaformaður norska handboltasambandsins viðurkennir í samtali við NRK að um sé að ræða háa peninga upphæð enn. „Aftur á móti vitum við að við höfum góðar leiðbeiningar sem samband. Við höfum tekið ákvarðanir um hversu margar einingar áfengis hver einstaklingur ætti að fá á kostnað sambandsins.“ sagði Indrebø en hann segir að þetta sé reikningur fyrir fimm til sex klukkutíma veislu með yfir tvö hundruð gestum. NRK hefur fengið reikninginn fyrir kvöldinu til sín þar sem kemur fram að reikningurinn hafi verið borgaður 01:16 aðfararnótt sunnudag. Á reikningnum kemur fram að keypt var áfengi fyrir rúmlega 3 milljónir og mat fyrir rúmlega 600.000 þúsund krónur íslenskar. NRK hafði samband við marga stjórnarmenn handknattleiksfélaga í Noregi til að fá viðbrögð frá þeim. Flestir voru hneykslaðir en stjórnarmennirnir vildu ekki koma undir nafni þar sem þeir vildu ekki hafa vagga bátnum. ,,Þetta er brjáluð peningasóun. Þessir listamenn koma ekki frítt. Það eru margir aðrir hlutir sem við gætum eytt peningum í,“ sagði einn stjórnenda félags í Noregi við NRK. Meðal þeirra sem kjósa að tjá sig frjálslega er Oda Sjøvoll. Hún er varaformaður Linderud/Linje 5, félags sem hefur meðal annars þurft að hafna sæti sínu í næst efstu deild í Noregi vegna fjárhagsvandræða. ,,Þetta er talið vanvirðandi gagnvart grasrótinni og okkur á vellinum sem vinnum daglega að því að koma hlutunum af stað. Það er ansi margt sem við hefðum getað gert fyrir 2,3 milljónir norskra króna. Það er næstum öll fjárhagsáætlun félagsins. Við gætum rekið handboltafélag með þessari upphæð", segir Sjøvoll við NRK en næst var hún spurð að þvi hvort það sé ekki eðlilegt að haldið sé veislu þegar menn eins og Þórir Hergeirsson og Geir Lio séu að kveðja? ,,Ég er ekki á móti því að halda kveðjuveislu. En hann getur borgað fyrir áfengið sjálfur. Að eyða milljónum króna í veislu á ekki heima í íþróttum," sagði Sjøvoll.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.