Færeyskt félag leitar af íslenskum þjálfara
(Baldur Þorgilsson)

Myndin tengist fréttinni ekki. (Baldur Þorgilsson)

Færeyska félagið, SÍF óskar eftir handboltaþjálfara í fullt starf fyrir tímabilið 2025/2026, með möguleika á framleningu.

Svona hefst bréf sem Handkastið fékk sent frá færeyska félaginu SÍF sem leitar af yngri flokka þjálfara fyrir næsta tímabil en félagið er ekki með starfræktan meistaraflokk í færeysku deildinni.

Félagið er með drengja- og stúlknalið frá U8 til U16 og hugsanlega kvennalið í 2.deildinni á næstu leiktíð.

,,Félagið býður upp á góða aðstöðu, góðan félagsanda og mikla leikgleði. Okkar Markmið er ávallt að vera í toppbaráttu um færeyska meistaratitla," segir í bréfinu frá sÍF.

,,Helstu verkefni þjálfarans er þjálfun á öllum liðum frá U8 til U16 og hugsanlega kvennaliðsins í 2.deildinni. Hæfniskröfurnar er reynsla og þekking á handboltaþjálfun ungmenna, vilji til að stuðla að félagslegum og íþróttalegum þroska ásamt því að stuðla að fjölgun iðkenda með virkum og hvetjandi hætti t.d. í samstarfi við skólum.

SÍF er eitt elsta íþróttafélag Færeyja, stofnað árið 1906. Félagið er rekið af sjálfboðaliðum. Foreldrar, ungmenni og aðrir eldhugar sjá til þess að börn og ungmenni fái góða íþróttaþjálfun og félagslíf í nærumhverfi. Iðkendur í handbolta hjá sÍF hefur fjölgað úr 160 iðkendum í 250 síðustu þrjú ár.

Frekari upplýsingar: Facebook: "Sandavágs (tröttarfelag" www.sif.fo Sölju Friëu Janisdöttir, simi +298 773333

Umsóknarfrestur er til 16. júli 2025 kl. 12:00 - netfang: [email protected]

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top