Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Instagram)
Landsliðsmarkvörðurinn, Elín Jóna Þorsteinsdóttir er ólétt. Þetta tilkynnti hún á Instagram síðu sinni fyrr í dag þar sem hún birti mynd af sér ásamt kærasta sínum, Dananum Magnus Hyttel. Elín Jóna lék á síðasta tímabili með danska úrvalsdeildarliðinu Aarhus United en hún gerði tveggja ára samning við félagið síðasta sumar. Áður hafði Elín Jóna leikið með EH Aalborg í næst efstu deild. Á sama tíma og þetta eru miklar gleðitíðindi fyrir Elíni Jónu og hennar fjölskyldu þá er þetta mikið áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið sem er á leið á sitt þriðja stórmót í röð í lok árs, þegar liðið fer á HM í Þýskalandi. Elín Jóna hefur verið markvörður íslenska landsliðsins undanfarin ár en nú er ljóst að hún leikur ekki með liðinu á HM. Elín Jóna er fjórði leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem er ólétt um þessar mundir en áður höfðu þær Perla Ruth Albertsdóttir, Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir tilkynnt um að þær beri barn undir belti. Þær tvær síðastnefndu hafa einnig tilkynnt að handboltaskórnir séu farnir á hilluna. Handkastið óskar Elínu Jónu og Magnus Hyttel til hamingju.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.