Mistök hjá mótanefnd HSÍ – Breytingar í Grill66-deildinni
(Raggi Óla)

Hvíti Riddarinn fær sæti í Grill66-deildinni. (Raggi Óla)

Leikjafyrirkomulag fyrir Grill66-deild karla var gefið út af HSÍ í gærmorgun. Breyting hefur hinsvegar verið gerð á deildinni vegna mistaka hjá mótanefnd HSÍ. Þetta staðfesti Ólafur Víðir Ólafsson starfsmaður mótanefndar HSÍ í samtali við Handkastið.

Í fyrstu útgáfu Grill66-deildarinnar var Hvíti Riddarinn ekki meðal þátttöku liða, nú hefur hinsvegar verið gerð breyting á og hefur Hvíti Riddarinn verið skráð til leiks í deildina á kostnað Stjörnunnar 2.

Þar sem fjölgun var gerð í Grill66-deildinni úr níu liðum í tólf bættust við félög úr 2. deildinni. Mistök mótanefndar HSÍ lá í því að 2.deildin var tvískipt eftir fyrri umferðina í mótinu á síðustu leiktíð. Sex efstu liðin léku innbyrðis og sex neðstu liðin í 2.deildinni léku innbyrðis.

Þar var Hvíti Riddarinn í efri styrkleika flokki en Stjarnan 2 í neðri styrkleikaflokki. Stjarnan 2 fór taplaust í gegnum seinni umferðina í neðri styrkleikaflokknum og endaði því með 20 stig, fjórum stigum meira en ÍH og Hvíti Riddarinn sem léku í efri styrkleikaflokki í seinni umferðinni.

,,Mótanefnd yfirsást þetta. Farið var eftir vitlausri stigatöflu. Deildarfyrirkomulagið eftir fyrri umferðina stendur. Úrslitakeppnin kláraðist ekki þar sem tvö félög í efri styrkleikaflokknum hættu keppni í seinni umferðinni," sagði Ólafur Víðir Ólafsson starfsmaður mótanefndar HSÍ í samtali við Handkastið.

Samkvæmt heimildum Handkastsins ríkti mikil óánægja í gær í herbúðum Hvíta Riddarans og Aftureldingar, en Hvíti Riddarinn er venslafélag Aftureldingar þegar HSÍ gaf út mótafyrirkomulagið í Grill66-deildinni.

HSÍ fundaði um málið í gær og komst að þeirri niðurstöðu eins og fyrr greinir, að um mistök hafi verið að ræða og hafa nú leiðrétt mistökin.

Hvíti Riddarinn tekur því sæti Stjörnunnar 2 í deildinni. Hér er hægt að sjá mótafyrirkomulagið í Grill66-deildinni.

1.umferð:
ÍH - Fram 2
Fjölnir - Selfoss 2
Valur 2 - Víkingur
Haukar 2 - Hvíti Riddarinn
Grótta - Hörður

2.umferð:
Valur 2 - Haukar 2
HK 2 - Grótta
Víkingur - Fjölnir
Selfoss 2 - HBH
Hörður - ÍH
Hvíti Riddarinn - Fram 2

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top