Ótímabær spá fyrir Olís-deild kvenna
(Kristinn Steinn Traustason)

Einar Ingi spáir Haukum deildarmeistaratitli (Kristinn Steinn Traustason)

Olís-deild kvena hefst í byrjun september og því eru tæpir tveir mánuðir í að deildin fari af stað. Að því tilefni fékk Handkastið, handboltaspekinginn og góð vin Handkastsins, Einar Inga Hrafnsson til að útbúa ótímabæra spá fyrir deildina og spurði hann aðeins út í stöðu liðanna eins og hún er í dag.

,,Olís-deild kvenna gæti orðið jafnari í ár en undanfarin ár. Miklar breytingar hjá topp liðunum og eitt fullkomið sumarpúsl inn í leikmannahópinn hjá nokkrum liðum geta gert gæfumuninn," sagði Einar Ingi Hrafnsson aðspurður almennt út í stöðu liðanna í Olís-deildinni í dag.

Skemmtileg innkaup á Ásvöllum

,,Haukar halda áfram að bæta inn í hópinn, skref fyrir skref á hverju ári. Auðvitað er Elín Klara besti leikmaður deildarinnar í fyrra farin á brott en skemmtileg innkaup á Ásvelli í sumar getur styrkt heildarbrag liðsins og setur þær í efsta sætið í fyrstu ótímabæru spánni fyrir tímabilið 2025/2026."

Drottningin komin heim í Eyjum

,,ÍBV er búið að fá drottninguna Söndru heim og norskan markmann, sem setur þær inn í topp þrjá.
Ekkert lið misst eins mikið og Fram og mikið en spennandi verkefni framundan hjá Halla Þorvarðar. í Úlfarsárdalnum."

Stjarnan á verk að vinna

,,Selfoss og KA/Þór hafa verið að sauma og eitthvað sem segir mér að sá saumaskapur þeirra sé ekki búinn. Þjálfarabreytingar kannski það sem ber hæst hjá stelpunum í Breiðholtinu og Stjarnan á verk að vinna með nýjum og gömlum leikmönnum. Að lokum er það lið Vals sem hefur verið ósigrandi undanfarin ár, en reynslan og Elín Rósa búin að yfirgefa liðið ásamt þjálfaraskiptum sem setur þær í annað sætið í fyrstu ótímabæru spánni."

,,Mig grunar að liðin séu ekki hætt á leikmannamarkaðnum og sú ótímabæra gæti auðveldlega breyst á milli mánaða. Alltaf erfitt að dæma stelpurnar, en Díana og þjálfarateymið hjá Haukum eru í efsta sæti í fyrstu ótímabæru spánni."

Hér má sjá ótímabæru spá fyrir Olís-deild kvenna föstudaginn 11.júlí:

  1. Haukar (3.sæti í fyrra)
  2. Valur (1.sæti í fyrra)
  3. ÍBV (6.sæti í fyrra)
  4. Fram (2.sæti í fyrra)
  5. Selfoss (4.sæti í fyrra)
  6. ÍR (5.sæti í fyrra)
  7. KA/Þór (1.sæti í Grill66-deildinni í fyrra)
  8. Stjarnan (7.sæti í fyrra)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top