Þyri Erla í Víking
(Víkingur)

Þyri Erla Sigurðardóttir (Víkingur)

Markvörðurinn, Þyri Erla Sigurðardóttir hefur gengið í raðir Víkings í Grill66-deildinni frá Fjölni. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Þar er sagt frá því að Þyri Erla Sigurðardóttir hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þyri kemur frá Fjölni í Grafarvogi þar sem hún hefur verið lykilleikmaður undanfarin ár.

,,Þyri Erla er markmaður með mikinn metnað og reynslu úr efstu deild. Hún þekkir vel til í íslenskum kvennahandbolta og hefur sýnt mikla yfirvegun og seiglu á milli stanganna," segir í tilkynningunni frá Víking.

,,Ég er mjög spennt að ganga til liðs við Víking. Félagið er með metnaðarfulla framtíðarsýn og það heillaði mig hversu skýrt markmið liðsins er - að byggja upp öflugt og samkeppnishæft lið. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum innan og utan vallar," sagði Þyri Erla við undirskriftina.

Sebastian Alexandersson, þjálfari meistaraflokks kvenna, fagnar komu Þyri: ,,Þyri kemur inn með dýrmæta reynslu og yfirvegun sem við höfum verið að leita eftir í markmannsstöðuna. Hún bætir styrk og breidd í hópinn og verður mikilvægur hlekkur í okkar leikskipulagi."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top