Arna Sif Jónsdóttir (HSÍ)
Kvennalið Fram í Olís-deild kvenna hefur sótt til sín ungan og efnilegan unglingalandsliðs markvörð frá Val. Þetta staðfesti Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram í samtali við Handkastið. Um er að ræða, Örnu Sif Jónsdóttur sem er fædd árið 2009. Arna Sif er yngri systir Tryggva Garðars Jónssonar sem gekk á dögunum í raðir Alpla Hard í Austurríki frá Fram. Arna Sif lék sína fyrstu unglingalandsleiki með U16 ára landsliði Íslands síðasta sumar í æfingaleikjum gegn Færeyjum. Fyrr í sumar lék hún síðast einnig tvo æfingaleiki með sama landsliði gegn Færeyjum í júní mánuði en liðið undirbýr sig nú fyrir Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer dagana 20.-26.júlí í Norður Makedóníu og Evrópumótið í Svartfjallalandi 30.-10.ágúst. Arna hefur leikið með Val 2 í Grill66-deildinni síðustu tvö tímabil og er talin vera einn efnilegasti markvörður landsins. Fram liðið varð fyrir mikilli blóðtöku í sumar eftir að ljóst var að þeirra aðalmarkvörður frá því í fyrra Darija Zecevic verður ekki áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.