Varnarleikurinn varð okkur að falli
(EHF)

Ágúst Jóhannsson (EHF)

Ágúst Jóhannsson þjálfari U19 ára kvenna landsliðs Íslands var að vonum svekktur eftir 5 marka tap gegn Svartfellingum í dag.

Tap gegn heimakonum og stelpurnar komast ekki áfram

,,Við vorum ekki að finna okkur varnarlega, bæði í 6-0 og 5-1 og þar af leiðandi var markvarslan undir pari. Það má segja að þar hafi skilið á milli því uppstilltur sóknarleikur var frábær allan leikinn"

Íslenska liðið skoraði 31 mark í leiknum og dreifðist markaskorið vel milli leikmanna.

,,Það voru margar stelpur að spila frábærlega sóknarlega og við vorum að fá mörk úr öllum stöðum, hornum, línu, gegnumbrot og utan af velli og ég er virkilega ánægður að skora 31 mark gegn þessi sterka liði"

Það er ljóst að íslenska liðið spilar um 13-24 sæti á mótinu en liðið mætir Norður Makedóníu á mánudaginn

,,Ég var virkilega ánægður með viðhorfið og kraftinn í mannskapnum og núna munum við nota morgundaginn til að hlaða batteríin vel og mæta tilbúin á mánudaginn. Það eru ennþá fimm leikir eftir og við munum halda áfram á fullum krafti og reynum að bæta okkur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top