Árni Snær Þorvar Bjarmi dómari (Eyjólfur Garðarsson)
Reynir Stefánsson, fyrrum varaformaður HSÍ hefur tekið að sér formennsku dómaranefndar. Þetta tilkynnti hann landsdómurum á lokuðum Facebook-hópi dómara, sem Handkastið hefur undir höndum. Reynir tekur við formennsku dómaranefndar á nýjan leik en hann var formaður dómaranefndar frá árunum 2018-2022. Reynir tekur við formennsku dómaranefndar af Ólafi Erni Haraldssyni sem sagði sig úr stjórn HSÍ fyrr í sumar vegna ágreinings innan stjórnar HSÍ eftir ummæli sem Einar Jónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram lét falla í leikhlé-i hjá Fram í úrslitakeppninni í leik gegn Val. Að mati Ólafs Arnar taldi hann að ummæli Einars væru skaðleg fyrir ímynd handboltans og vildi hann vísa ummælunum til aganefndar. Stjórnarmenn HSÍ voru hins vegar á öðru máli og sætti Ólafur sig ekki við þau málalok og sagði sig úr stjórn HSÍ. Nú hefur Reynir tekið þá ákvörðun að sinna hlutverki formanns dómaranefndar. ,,Ég hef verið beðinn um að taka við þessu hluverki oog mun sinna því í vetur ásamt góðum hópi manna," segir Reynir í pósti sínum í lokuðum Facebook-hópi dómara á Íslandi. Síðan þylur hann upp þá sem verða í nýju dómaranefndinni: Reynir Stefánsson ,,Hver veit nema fleiri bætist í hópinn þegar líður á veturinn," skrifar Reynir enn fremur. Handkastið óskar Reyni velfarnaðar sem nýjum formanni dómaranefndar.
Magnús Kári Jónsson
Kristján Gaukur Kristjánsson
Hlynur Leifsson
Halldór Harri Kristjánsson
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.