Hræðileg byrjun varð stelpunum að falli
(Jóhann Ingi Guðmundsson)

Stelpurnar töpuðu í dag. (Jóhann Ingi Guðmundsson)

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði gegn Póllandi á EM í Svartfjallalandi í hádeginu í dag með fimm mörkum 26-21. Var leikurinn einn af tveimur leikjum liðsins í svokölluðum milliriðli í keppni um 13. - 24. sæti á mótinu. Bæði lið voru með tvö stig fyrir leikinn.

Hræðileg byrjun stelpnanna í leiknum varð þeim að falli því pólska liðið komst strax fimm mörkum yfir, 6-1. Pólska liðið leiddi allan fyrri hálfleikinn með 5-6 mörkum og komst mest sjö mörkum yfir 15-7. Staðan í hálfleik var 15-8.

Frammistaðan í seinni hálfleiknum var töluvert betri hjá stelpunum sem náðu þó aldrei að minnka muninn í minna en fjögur mörk í stöðunni 22-18.

Þegar upp var staðið munaði fimm mörkum á liðunum, 26-21.

Næsti leikur stelpnanna á mótinu fer fram á morgun þegar liðið mætir Norður-Makedóníu klukkan 12:30 á íslenskum tíma.. Norður-Makedónía tapaði gegn Pólverjum í riðlakeppninni 28-18 og hafa tapað öllum leikjum sínum á mótinu með 10 mörkum eða meira.

Ef Ísland vinnur þann leik eiga þær ennþá möguleika á að ná einu af sætinum frá 13 til 16. 16 efstu sætin vinna sér inn keppnisrétt á HM 20 ára landsliða á næsta ári. Það er því til mikils að keppa hjá stelpunum næstu daga.

Tekið verður viðtal við Ágúst Jóhannsson þjálfara íslenska liðsins síðar í dag þar sem farið verður yfir það sem fór úrskeiðis hjá stelpunum.

Tölfræði Íslands í leiknum:
Mörk Íslands: Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Arna Karítas Eiríksdóttir 3/2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Ásthildur Þórhallsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.

Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 7, 25% - Ingunn María Brynjarsdóttir 3, 37,5%.

(Tölfræðin er fengin af Handbolti.is)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top