Madsen segir frá sinni stærstu ósk – Nú er kominn tími á París
(Ayman Aref / NurPhoto via AFP)

Stefan Madsen (Ayman Aref / NurPhoto via AFP)

Stefan Madsen er að taka risa stökk upp handboltastigann en eftir eitt ár í Egyptalandi með Al Ahly er þessi fyrrum þjálfari Álaborgar á leiðinni til Frakklands til að taka við stórliði Paris Saint-Germain þar sem fyrrum liðsmaður félagsins, Henrik Møllgaard mun fylgja honum og vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Í viðtali við Nordjyske fréttaveituna sagði Madsen að PSG sé í rauninni draumaklúbburinn hans.

„Þegar ég opnaði samtalið við umboðsmanninn minn, Rasmus Skram, spurði hann mig hvað ég myndi velja ef ég væri með opinn valkost, hvaða lið sem er? Þá sagði ég PSG."

Nýja starfið gefur Madsen alvöru prófraun í einum af stærstu klúbbum Evrópu eftir að hafa leitt Álaborgar liðið í Final 4 úrslitin í Meistaradeild Evrópu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top