Blær farinn til Þýskalands – Læknisskoðun framundan
(Raggi Óla)

Blær hefur gengið í raðir Leipzig. (Raggi Óla)

Blær Hinriksson er farinn til Þýskalands þar sem hann gengur undir læknisskoðun hjá þýska úrvaldeildarliðinu SC DHfK Leipzig. Ef Blær stenst læknisskoðunina sem fram fer í vikunni skrifar hann undir samning við félagið.

Blær hefur verið sterklega orðaður við SC DHfK Leipzig síðustu vikur en fleiri þýsk lið höfðu áhuga að fá leikmann Aftureldingar til sín. Blær hefur verið lengi í viðræðum við Leipzig en þjálfarabreytingar hjá liðinu höfðu áhrif á að viðræðurnar tóku lengri tíma.

Spánverjinn Raul Alonso tók við Leipzig á dögunum eftir að Rúnari Sigtryggssyni hafi verið sagt upp störfum.

Blær sem er uppalinn í HK hefur leikið með Aftureldingu síðustu fimm leiktíðar og varð einu sinni bikarmeistari með Aftureldingu.

Ekki er víst hvort að Blær verði eini íslenski leikmaður Leipzig á næstu leiktíð en Andri Már Rúnarsson er samningsbundinn félaginu. Hann hefur sterklega verið orðaður frá félaginu en hann er sagður vilja yfirgefa félagið.

Afturelding:

Komnir:
Ágúst Ingi Óskarsson frá Gróttu
Haraldur Björn Hjörleifsson frá Fjölni
Oscar Lykke frá Ringsted

Farnir:
Birgir Steinn Jónsson í Savehof (Svíþjóð)
Brynjar Vignir Sigurjónsson í HK
Böðvar Páll Ásgeirsson - samningslaus

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top