Elmar Erlingsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Systkinin, Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV og Elmar Erlingsson leikmaður Nordhorn í þýsku 2. deildinni eiga margt sameiginlegt í lífinu, og annað ekki. En það er eitt sem þau eiga sameiginlegt sem þau ættu að geta verið stolt af í náinni framtíð. Það er að þau hafa gengið af heimsmeistaramótinu sem markahæstur leikmenn Íslands á mótinu. Sandra Erlingsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska landsliðið á HM árið 2023. Sandra var 17. markahæsta á mótinu og er auk þess orðin markahæst íslenskra leikmanna í sögu HM kvenna. Sandra skoraði 34 mörk úr 51 skoti (66.67% nýting) og skoraði úr 15 af 18 vítum sínum. Sandra gæti verið á leið með íslenska landsliðinu á HM síðar á árinu en hún er að koma til baka eftir barnsburð. Elmar Erlingsson, yngri bróðir Söndru lauk heimsmeistaramóti U21 árs og yngri fyrr í sumar sem markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins. Elmar varð fimmti markahæsti leikmaðurinn á HM með 57 mörk í 81 skoti, 70% skotnýting. Þar af skoraði Elmar, 21 mark úr 24 vítaköstum. Alþjóðahandknattleikssambandið tók saman glæsileg mörk frá þeim systkinum og settu saman í myndskeið sem sambandið birti á Instagram á dögunum. Þriðja systkinið, Andri Erlingsson tekur síðan þátt á HM U19 ára og yngri í Egyptalandi síðar í mánuðinum. Það yrði saga til næsta bæjar og gott betur ef Andri myndi standa uppi sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins á HM einnig. Systkinin þrjú eru börn þeirra Erlings Richardssonar handboltaþjálfara og Vigdís Sigurðardóttir, fyrrum markmaður ÍBV, sem varð Íslandsmeistari alls fjórum sinnum og bikarmeistari þrisvar á ferlinum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.