Fyllir svissneskur landsliðsmaður skarð Pekeler?
(Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Lukas Laube ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Samkvæmt Stuttgarter Zeitung hefur THW Kiel náð samkomulagi við TVB Stuttgart um félagaskipti línumannsins, Lukas Laube. Kiel hefur undanfarnar vikur verið í leit af línumanni til að fylla það skarð sem þýski landsliðsmaðurinn, Henrik Pekeler skilur eftir sig tímabundið.

Pekeler sleit hásin undir lok síðasta tímabil og verður frá í nokkra mánuði. Á hinn 25 ára gamli Lukas Laube, landsliðsmaður Sviss og leikmaður Stuttgart að fylla hans skarð.

Gert ráð fyrir að kaupverðið nemi um 200.000 evrum, sem jafngildir tæpum 30 milljónum íslenskra króna. Þetta segir Stuttgarter Zeitung.

Laube, sem er með samning í Stuttgart til ársins 2026, hefur verið nefndur sem möguleg lausn í Kiel um nokkurt skeið. Viktor Szilagyi, framkvæmdastjóri félagsins, sagði nýlega við Kieler Nachrichten að viljinn væri að fá nýjan línumann jafnvel áður en undirbúningur fyrir tímabilið hefst mánudaginn 21. júlí. „Það væri besta í stöðunni að vera búnir að finna eftirmann Pekeler áður en við hefjum æfingar á nýjan leik,“ sagði hann.

Szilagyi bætti við að áætlunin væri að fá leikmann sem einnig hentaði til lengri tíma litið, en benti jafnframt á að það gæti reynst þrautin þyngri. „Þú ert háður tveimur aðilum, og það er yfirleitt félagið sem selur sem stjórnar því.“

Stuttgart hefur gefið það út opinberlega að það búist við að halda Laube. Í lok júní sagði Jürgen Schweikardt, framkvæmdastjóri félagsins, að félagið hefði skipulagt tímabilið með það í huga að Laube yrði áfram hjá félaginu.

Stuttgart er auk Laube með línumennina, Gianfranco Pribetic og Samuel Röthlisberger í hópnum. Stuttgart réði Misha Kaufmann sem þjálfara liðsins en hann hefur stýrt Eisenach undanfarin ár. Með Eisenach spilaði Kaufmann oft á tíðum með engan línumann í sókn heldur fjóra leikmenn fyrir utan.

Laube, hefur einnig spilað fyrir svissnesku félgöin, St. Gallen og Kadetten Schaffhausen. Stuttgart og Kiel hafa ekki viljað tjá sig opinberlega um samninginn, en samkvæmt Stuttgarter Zeitung eru aðeins formsatriði eftir.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top