Ísland skoraði 48 mörk í 22ja marka sigri
(EHF)

U19 ((EHF)

U19 ára landslið kvenna vann stórssigur á liði Norður-Makedóníu á EM sem fram fer í Svartfjallalandi 48-26. Um var að ræða lokaleik liðsins í svokölluðum milliriðli liða í keppni um 13.-24. sætis á mótinu.

Norður-Makedóníska skoraði fyrsta mark leiksins en það var í fyrsta og eina skiptið sem íslenska liðið lenti undir í leiknum. Íslensku stelpurnar náðu snemma í fimm marka forskoti í stöðunni 7-2 og litu aldrei til baka. Í stöðunni 11-5 fyrir Íslandi kom 10-2 kafli og breytti stöðunni í 21-7 sem var hálfleikstölur.

Foyrsta íslenska liðið jókst með tímanum og náðu stelpurnar mest 23 marka forystu í stöðunni 46-23 og svo aftur í stöðunni 47-24 og 28-25 en stelpurnar hans Gústa Jó. léku við hvern sinn fingur og fóru illa með lið Norður-Makedóníu. Lokatölur urðu 48-26.

Vinstri hornamaðurinn, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, leikmaður Vals var á eldi í leiknum skoraði 18 mörk í leiknum og ekkert þeirra kom af vítalínunni.

Framhald stelpnanna á mótinu skýrist nú síðar í dag en um nýtt fyrirkomulag á EM er um að ræða og er undirritaður afar spenntur að vita hvert framhaldið leiðir stelpurnar. 16 bestu þjóðirnar á EM vinna sér inn þátttökurétt á HM sem fram fer á næsta sumri.

Mörk Íslands: Ásthildur Þórhallsdóttir 18, Arna Karítas Eiríksdóttir 8, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 8/2, Guðrún Hekla Traustadóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Sara Lind Fróðadóttir 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1.

Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 4/1, 25% - Elísabet Millý Elíasardóttir 4/1, 22,2%.
(Tölfræðin er fengin af Handbolti.is)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top