Selfoss fer til Grikklands
(Sigurður Ástgeirsson)

Selfoss fer til Grikklands. ((Sigurður Ástgeirsson)

Kvennalið Selfoss fer til Grikklands í 1. umferð Evrópubikarsins sem dregið var í höfuðstöðvum EHF í Vín nú rétt í þessu.

Selfoss mætir gríska liðinu, AEK Aþenu en 1.umferðin í Evrópubikar kvenna verður leikin 27.-28. september og 4.-5. október.

Selfoss var í efri styrkleikaflokki í drættinum í dag en 25 félög voru í neðri hlutanum sem Selfoss gat mætt.

Samkvæmt drættinum þá á Selfoss úti leikinn fyrst en eins og gengur og gerist þá eru félög dugleg að selja heimaleikina sína og því skýrist það á næstu vikum hvar og hvenær þetta einvígi fer fram.

Bikarmeistarar Hauka sátu hjá í 1.umferðinni en tvö íslensk lið eru skráð í Evrópubikar kvenna sem Valur eru ríkjandi Evrópubikarmeistarar á meðan Haukar fóru í 8-liða úrslit keppninnar í fyrra.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top