Seldur frá Skjern til PSG á metfé
(BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Noah Gaudin ((BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Noah Gaudin, markahæsti leikmaður Skjern síðustu tvö tímabil hefur verið seldur til frönsku meistaranna í Paris Saint-Germain. Þetta staðfesti danska félagið á heimasíðu sinni í gær.

,,Félagaskipti sem verða stærsta sala í sögu Skjern," segir í tilkynningunni frá Skjern.

,,Það hefur verið heiður að spila í grænu treyjunni og fyrir félag sem mér þykir mjög vænt um. Ég skulda öllum í kringum félagið miklar þakkir og Skjern mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu," segir Noah Gaudin við heimasíðu Skjern.

Gaudin, sem er 26 ára gamall, var samningsbundinn við Skjern til sumarsins 2027, en eftir langar samningaviðræður hefur Vestur-Jótlandsliðið samþykkt tilboðið frá franska stórliðinu, sem verður stærsta sala í sögu Skjern.

„Það er aldrei auðvelt að kveðja leikmann eins og Noah Gaudin. Hann hefur verið lykilmaður, markahæstur báðar leiktíðirnar og hefur sett mikinn svip á félagið. Við höfum átt góð og uppbyggileg samskipti við Noah um alla stöðuna og vaxandi áhugann sem hefur verið á honum að undanförnu, ekki síst frá PSG. Þetta er stór breyting sem er að rætast fyrir Noah," sagði íþróttastjóri Skjern, Thomas Klitgaard.

Skjern er nú þegar búið að finna eftirmann Gaudin en Mads Mensah leikmaður Flensburg hefur verið kynntur sem nýr leikmaður við Skjern. Mensah átti eitt ár eftir af samningi sínum við Flensburg en hann gengur í raðir Skjern strax í sumar.

,,Við höfum verið að reyna að finna hæfan eftirmann Gaudin fyrir næsta tímabil og það hefur tekist. Því var brautin rudd fyrir ákvörðun okkar að samþykkja tilboðið frá Paris. Við erum stolt af Noah og óskum honum alls hins besta í París,“ sagði íþróttastjórinn Thomas Klitgaard enn fremur.

Gaudin skoraði 472 mörk fyrir Skjern þau tvö tímabil sem hann lék með félaginu. Hann gekk í raðir Skjern frá Sönderyskje sumarið 2023 eftir þriggja ára veru þar. Áður hafði hann leikið með PAUC, Selestat og Rennes.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir franska A-landsliðið fyrr á þessu ári.

„Ég hef átt tvö frábær ár í Skjern, þar sem mér hefur liðið eins og ég sé heima frá fyrsta degi. Það hefur verið heiður að spila í grænu treyjunni og fyrir félag sem mér þykir virkilega vænt um. Ég skulda öllum í kringum félagið miklar þakkir og Skjern mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Handboltalega höfum við verið í fremstu röð með tvö verðlaun í Danmörku og spilað í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar, svo þetta hefur verið tími mikilla upplifana. Nú bíður mín ný áskorun sem ég gat ekki sagt nei við. Þetta er draumur frá barnæsku sem rætist,“ segir Noah Gaudin.

Noah Gaudin hefur skrifað undir þriggja ára samning við Paris Saint-Germain. Mads Mensah var kynntur sem nýr leikmaður Skjern fyrr í dag.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top