Stoðsendingakóngurinn fer til Lowen næsta sumar
(AXEL HEIMKEN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Jacob Lassen Flensburg ((AXEL HEIMKEN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Jacob Lassen, sem átti flestar stoðsendingar allra leikmanna í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili með 158 stoðsendingar, yfirgefur HSV Hamburg næsta sumar og gengur til liðs við Rhein-Neckar Löwen. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Rhein-Neckar Lowen í gærdag.

Hefur Daninn skrifað undir tveggja ára samning við Rhein-Neckar Lowen og á hann að fylla skarð Ivan Martinovic sem var á dögunum seldur til Veszprem.

,,Ég hef valið Löwen vegna þess að það er sterkt verkefni og ég vil hjálpa þeim að koma þeim aftur á topp Bundesligunnar. Þetta er næsta skref mínum ferli og ég hlakka mjög til að spila í SAP Arena og hitta alla stuðningsmennina,“ segir Lassen.

Jacob Lassen hefur leikið með Hamburg frá árinu 2022 og hefur hann skarað fram úr sem einn af betri hægri skyttum deildarinnar. Á nýloknu tímabili varð hann stoðsendingakóngur Bundesligunnar með samtals 156 stoðsendingar í 33 leikjum. Að auki skoraði hann 134 mörk, þar af 19 úr vítaköstum.

Íþróttastjóri Rhein-Neckar Löwen, Uwe Gensheimer, er ánægður með að félagið hafi tryggt sér Lassen

,,Með Jacob Lassen fáum við heildstæðan leikmann sem hefur líkamsbyggingu, skilning á leiknum og alþjóðlega reynslu. Hann er nákvæmlega sú tegund sem við höfum verið að leita að í hægri skyttu fyrir næstu tímabil.“

Þjálfarinn Maik Machulla Lowen var einnig ánægður með tíðindin. „Ég hef fylgst með honum síðan hann var hjá Bjerringbro-Silkeborg, þar sem hann var þegar lykilleikmaður. Í Hamborg hefur hann þróast enn frekar. Hann hefur gríðarlegan kraft í gegnumbrotum sínum, en á sama tíma mikla leikgreind og auga fyrir liðsfélögum sínum. Hann mun einnig geta lagt sitt af mörkum í vörninni.“

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top