U19 ára stelpurnar leika um 9.-16. sætið
(JIG)

U19 ((JIG)

Eftir frábæran 22ja marka sigur stelpnanna í U19 ára landsliði Íslands í gær gegn Norður-Makedóníu er nú ljóst að stelpurnar leika um sæti 9 - 16 á Evrópumótinu sem er spilað í Svartfjallalandi.

Næsti leikur stelpnanna verður gegn Serbíu strax á morgun en sigurvegarinn úr þeim leik kemst áfram og spilar um sæti 9 - 12 en tapliðið leikur um sæti 13 - 16. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á heimsmeistaramótið sem fer fram næsta sumar.

Leikir um 9.-16.sætið:

Ísland - Serbía
Tékkland - Tyrkland
Svíþjóð - Pólland
Noregur - Rúmenía

Mótinu lýkur á sunnudaginn þegar spilað verður um öll sætin í mótinu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top