Darri Arons gæti verið á heimleið (Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Hinn 26 ára, Darri Aronsson gæti verið á heimleið samkvæmt heimildum Handkastsins. Renna þá öll vötn til Ásvalla þar sem Darri er uppalinn. Darri gekk til liðs við franska félagið Ivry sumarið 2022 en ótrúleg meiðslasaga hefur komið í veg fyrir að hann hafi náð sér á flug í Frakklandi. Samningur Darra við Ivry er runninn út og er hann því samningslaus. Hefur leikmaðurinn þurft að gangast undir fjórar aðgerðir frá því að hann fór til Frakklands. Darri varð fyrir því óláni að ristarbrotna skömmu áður en hann hélt út til Frakklands sumarið 2022. Það tók hann langan tíma að jafna sig eftir þau meiðsli en í kjölfarið tóku sig upp alvarleg hnémeiðsli en þá slitnaði hnéskelsin. Darri á að baki eitt stórmót með íslenska landsliðinu en hann lék á EM 2022 í Ungverjalandi undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar. Það verður áhugavert að sjá hver næstu skref Darra verði á ferlinum og hvort hann leiki með Haukum í Olís-deildinni á næsta tímabili.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.