Fortíðar-fimmtudagur. (Kristinn Steinn Traustason)
Á fimmtudögum rifjum við upp gamlar handboltafréttir úr fortíðinni frá þeim degi sem er í dag. Í dag, 17.júlí ætlum við að skella okkur aftur til ársins 2014 er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, þáverandi blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði um mál HSÍ gagnvart IHF á HM í Katar sem fram fór í janúar 2015. ,,IHF segist hafa breytt reglugerð um mótafyrirkomulag 30. maí en HSÍ segir það af og frá - HSÍ krefst þess að Íslandi taki sæti Þýskalands á HM í Katar" Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson skrifar: Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, lítur svo á að þær breytingar sem Alþjóðahandboltasambandið, IHF, hafi gert á reglum um mótafyrirkomulag eigi ekki að taka gildi fyrr en næsta keppni á vegum IHF hefst. Því krefst HSÍ þess að Ísland verði úthlutað því sæti sem Þýskaland fékk óvænt í síðustu viku á HM 2015 í Katar og þess er jafnframt krafist að EHF beiti sér fyrir því og svör fáist í lok dagsins í dag. Það tók IHF rúma viku að svara fyrirspurnum um hvernig staðið hefði verið að breytingum á mótafyrirkomulagi sambandsins og hvernig það atvikaðist að Ástralía fékk ekki keppnisrétt á heimsmeistaramóti karla í Katar á næsta ári, heldur hafi Þýskaland verið úthlutað sætinu. Fréttina í heild er hægt að skoða á Timarit.is. Það fór svo að Ísland fékk loks sæti á HM í Katar en það var ekki fyrr en í lok nóvember árið 2014 að það varð ljóst. Ísland tók sæti Sameinuðu arabísku furstadæmanna en Sádi-Arabía fékk sæti Barein á mótinu. Barein og S.A.F. höfðu afsalað sætum sínum á HM vegna deilna ríkjanna við Katar en síðar óskuðu ríkin eftir því að fá sæti sín aftur. Evrópska handknattleikssambandið lagði það til við IHF að Ísland tæki sætið sem Evrópu var úthlutað."HSÍ krefst svara í loks dags"
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.