U19 (Jóhann Ingi Guðmundsson)
Íslensku stelpurnar í U19 ára landsliðinu töpuðu í dag gegn Noregi með tíu mörkum, 34-24 og leika því um 15. sæti á EM á sunnudaginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá hrundi leikur íslensku stelpnanna í upphafi seinni hálfleik. Jafnt var í stöðunni 15-15 en þá kom 6-0 kafli Noregs og breyttu þær stöðunni í 21-15. Mestur fór munurinn í níu mörk í stöðunni 26-17. Íslensku stelpurnar bitu aðeins frá sér í kjölfarið og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 26-22 en nær komust þær ekki og norsku stelpurnar reyndust sterkari aðilinn í lokin og náðu góðum endaspretti þar sem Noregur skoraði sex af síðustu sjö mörkum leiksins og unnu tíu marka sigur 34-24. Tölfræði íslenska liðsins: Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 3, 15% - Ingunn María Brynjarsdóttir 2, 10,5%
Mörk Íslands: Arna Karítas Eiríksdóttir 5, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Ásthildur Þórhallsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1.
(Tölfræðin er fengin af handbolti.is)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.