Rekstur HSÍ hefur verið mjög þungur síðustu ár (Kristinn Steinn Traustason)
Sævar Þór Sveinsson er viðskiptafræðingur og heldur úti síðunni utanvallar.is fór yfir ársreikning HSÍ fyrir 2024 og gagnrýnir hann harðlega. ,,Rekstur HSÍ hefur verið gríðarlega þungur að undanförnu. Síðustu tvö fjárhagsár hefur HSÍ verið rekið með tapi upp á 129 milljónir króna, eigið fé er neikvætt og skuldir hafa hrannast upp. Maður myndi halda að í slíkum aðstæðum myndu hlutaðeigandi aðilar skoða ársreikninginn gaumgæfilega. Þá hefði blasið við sjóðstreymi sem ekkert vit er í," segir í greininni. Þá fer Sævar yfir það að summa liðanna handbært fé til rekstrar, fjárfestingarhreyfingar og fjármögnunarhreyfingar sé neikvæð um 28,1 milljón króna. Það stemmi ekki við það að handbært fé HSÍ hafi lækkað um 1,5 milljón króna. Hann leiðrétti þessi vankanta sjálfur, líkt og sjá má hér og bendir á það að það sé áhugavert að slíka mistök skyldu hafa gerst í ljósi mjög þungs rekstrars og þegar litið er til þess að handbært fé HSÍ hafi einungis verið 43 þúsund krónur í lok árs 2024.