Grgic borgaði úr eigin vasa til að fara í sumar
RONNY HARTMANN / dpa-Zentralbild / dpa Picture-Alliance via AFP)

Marko Grgic (RONNY HARTMANN / dpa-Zentralbild / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þýski landsliðsmaðurinn og markakóngur þýsku Bundesligunnar, Marko Grgic hefur gengið til liðs við Flensburg. Það var þegar ljóst í apríl að Grgic myndi ganga til liðs við liðið sumarið 2026 en nú hefur liðið og Grgic fengið skiptin í gegn ári fyrr eftir að hafa náð samkomulagi við Eisenach.

Skiptin hafa skapað ákveðnar umræður í handboltaheiminum og komið á óvart ef horft er í tímasetninguna og hvernig skiptin gengu í gegn en samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi borgaði Grgic úr eigin vasa til að losna frá Eisenach ári fyrr sem verður að teljast virkilega óhefðbundið.

Þýska landsliðsstjarnan Tobias Reichmann segist hissa á þessari atburðarás og tímasetningunni. Hjá Eisenach er Grgic ákveðinn kóngur, hann tekur alla ábyrgðina, tekur vítin og spilar allar mínútur fyrir liðið en í Flensburg er hann að fara í alvöru samkeppni um mínútur sem hann gæti vel lent undir í og neyðst til að horfa á aðra spila meira.

Reichmann bætir þó við að þetta gefur Grgic frábært tækifæri til að bæta sinn leik og taka næsta skref á sínum ferli en þó sé eina spurningin hvort þetta sumar sé rétti tímapunkturinn. Það verður allavega fróðlegt að sjá hvernig hann fer af stað með nýju liðsfélögum sínum en Flensburg mætir Wetzlar á útivelli í fyrstu umferðinni þann 30.ágúst.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top